Hópur manna sem reynir að eyðileggja jólin fyrir fólki

„Þetta er náttúrulega bara hópur manna sem er markvisst að reyna eyðileggja jólin fyrir hópi fólks og vill fá peninga gegn því að gera það ekki,“ segir uppistandarinn og handritshöfundurinn í Spursmálum þar sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra var til umræðu líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Þau Dóri DNA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, voru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í þriðja þætti af Spursmálum. Fóru þau yfir það sem var efst á baugi í fréttum vikunnar með bráðskemmtilegum hætti. 

Hellingur af peningum

Flugumferðarstjórar hafa boðað til vinnustöðvunar í næstu viku. Á mánudag og miðvikudag munu þeir leggja niður störf klukkan fjögur að nóttu til klukkan tíu að morgni og eru þær aðgerðir eingöngu bundnar við Keflavíkurflugvöll.

Að mati Dóra DNA eru verkfallsaðgerðirnar hneisa. Miðað við orð hans þykir honum nóg um boðið hve oft flugumferðarstjórar hafa farið í verkfall á undanförnum misserum. 

„Mér finnst eins og flugumferðarstjórar hafi farið svona fjórum sinnum í verkfall í ár, eða hótað því eða eitthvað,“ segir hann og telur launakjör flugumferðarstjóra vera með mesta móti.

„Manni bregður aðeins þegar maður heyrir hvað meðallaun þeirra eru. Þetta er bara hellingur af peningum.“

Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka