Kótelettan afhenti SKB tæpar 3 milljónir

Einar Björnsson frá Kótelettunni, Gréta Ingþórsdóttir frá SKB, Einar S. …
Einar Björnsson frá Kótelettunni, Gréta Ingþórsdóttir frá SKB, Einar S. Eiríksson frá Stjörnugrís, Sigurður Sigurðsson frá Kjarnafæði, Höskuldur Pálsson frá Ali og Elvar Örn Rúnarsson frá Esju - Gæðafæði við afhendingu styrktarfésins til SKB í vikunni. Ljósmynd/Mummi Lú

Bæjarhátíðin Kótelettan á Selfossi safnaði 1,4 milljónir króna með kótelettusölu í sumar. Einar Björnsson, skipuleggjandi og forsvarsmaður Kótelettunnar, ákvað á síðasta ári að hátíðin myndi tvöfalda þá upphæð sem kæmi út úr sölunni.

Fjárhæðin rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB) en Einar afhenti hana í vikunni að viðstöddum fulltrúum styrktaraðila frá Kjarnafæði, Stjörnugrís, Ali og Kjötbankanum en fyrirtækin hafa ásamt SS og Mömmumat á Selfossi lagt kóteletturnar til. Einnig hefur Matborðið gefið kartöflusalat sem selt hefur verið með kótelettunum, að því er segir í tilkynningu. 

„Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna þakkar kærlega öllum sem komu að styrktarsölunni á Kótelettunni á Selfossi síðasta sumar," sagði Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB, við afhendinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka