Margrét Friðriksdóttir sýknuð í Landsrétti

Margrét Friðriksdóttir.
Margrét Friðriksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lands­rétt­ur sneri í dag við dómi héraðsdóms og sýknaði Mar­gréti Friðriks­dótt­ur, sem held­ur úti Frétt­in.is, af ákæru um að hafa hótað Semu Erlu Ser­d­aroglu líf­láti. Sema Erla er stofn­andi Sol­ar­is, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi. Dóm­ur Lands­rétt­ar var kveðinn upp núna klukk­an tvö í dag.

Í ákæru máls­ins var Mar­grét sökuð um að hafa hótað Semu Erlu líf­láti fyr­ir utan Cafe Benz­in við Grens­ás­veg. Var hún sökuð um að hafa sagt við Semu Erlu á ensku: „I'm gonna kill you, you fuck­ing bitch.“ Gæti það út­lagst laus­lega á ís­lensku sem: „Ég ætla að drepa þig fokk­ing tík­in þín.“

Ákæru­valdið taldi orð Mar­grét­ar varða við 233. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga, en þar seg­ir: „Hver, sem hef­ur í frammi hót­un um að fremja refsi­verðan verknað, og hót­un­in er til þess fall­in að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heil­brigði eða vel­ferð sína eða annarra, þá varðar það sekt­um eða fang­elsi allt að 2 árum.

Héraðsdóm­ur hafði kom­ist að þeirri niður­stöðu að dæma Mar­gréti í 30 daga fang­elsi, en sem fyrr seg­ir sýknaði Lands­rétt­ur Mar­gréti í dag.

Niðurstaðan leiddi til frek­ari mála­ferla

Í kjöl­far dóms héraðsdóms í fe­brú­ar setti Mar­grét inn færslu á frett­in.is þar sem hún gagn­rýndi dóm héraðsdóms og fór ófögr­um orðum um Barböru Björns­dótt­ur, dóm­ara máls­ins við Héraðsdóm Reykja­vík­ur.

Kallaði Mar­grét dóm­ar­ann meðal ann­ars siðblind­an og að verið væri að kalla eft­ir stríði. Þá lét hún einnig orð falla um dóm­ara við Lands­rétt. Mar­grét eyddi færsl­unni fljót­lega eft­ir birt­ingu, en Arn­ar Þór Jóns­son, sem hafði verið verj­andi Mar­grét­ar, sagði sig eft­ir þetta frá máli henn­ar. Lögmaður­inn Skúli Sveins­son tók þá við mál­inu en hann er jafn­framt lögmaður Mar­grét­ar í nýju meiðyrðamáli gegn henni.

Í byrj­un apríl greindi mbl.is frá því að Barbara hefði stefnt Mar­gréti fyr­ir meiðyrði. Sagði Mar­grét við mbl.is þá að hún hafi verið miður sín þegar hún skrifaði færsl­una því það hafi verið framið rétt­armorð á sér.  Spurð út í færsl­una sem hafði verið tek­in út sagði Mar­grét þá: „Ég hef vitn­eskju um henn­ar óheiðarlega líferni inn­an dóm­stól­anna. Ég kallaði hana lausláta mellu og ég stend við það, það er mín skoðun og það er tján­ing­ar­frelsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert