Ók utan í vegrið er slysið varð

Frá vettvangi í gærkvöldi.
Frá vettvangi í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður bifreiðar ók utan í vegrið á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi í gærkvöldi er tíu bíla árekstur varð.

Bíllinn var kyrrstæður er næsti bíll ók á hann og svo urðu árekstrarnir koll af kolli. 

Snjóþekja eða hálka á veginum

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að snjóþekja eða hálka hafi verið á veginum. Einn var fluttur á slysadeild og voru áverkar hans minniháttar.

Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins betur. 

Talsverðar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar kláruðu að athafna sig á svæðinu en umferð var komin aftur í samt lag á tíunda tímanum.

Tafir urðu á umferð í gærkvöldi.
Tafir urðu á umferð í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka