Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í þriðja þætti af Spursmálum þar sem orkumálin hér á landi voru rædd af mikilli ákefð.
Þá sköpuðust sérstaklega fjörugar og skemmtilegar umræður þegar Stefán Einar fór yfir fréttir vikunnar ásamt þeim Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri og uppistandaranum Halldóri Laxness, eða Dóra DNA eins og hann er oftast kallaður. Fór tvíeykið á kostum þegar fréttir á borð við verkfall flugumferðastjóra og fatafellumál lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu báru á góma.
Þátturinn var sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 en upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Spursmál er nýr umræðuþáttur sem sýndur er í beinu streymi á mbl.is kl. 14 alla föstudaga. Fylgstu með!