Stór vörubifreið valt á Víðinesvegi í Álfsnesi á sunnudaginn.
Ökumaður vörubílsins ætlaði að teygja sig eftir snjalltæki en við það hafnaði bifreiðin utan vegar og valt.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ökumaðurinn hafi verið fluttur á slysadeild.