Bíll rann út af veginum og valt á hliðina á Kjalarnesi í morgun.
Engin slys urðu á fólki, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Talið er að bíllinn hafi runnið út af veginum vegna hálku.
Skemmdir urðu á bílnum en hann var kominn aftur á hjólin þegar slökkvilið yfirgaf vettvang.