Fjórir skiptu með sér bónusvinningi í Lottói vikunnar og fær hver þeirra rúmlega 353 þúsund kórnur í sinn hlut. Enginn var með allar tölur réttar og því verður potturinn fjórfaldur á Þorláksmessu.
Miðarnir voru keyptir á Olís við Sæbraut í Reykjavík, á N1 í Fossvogi, einn í appinu og einn í áskrift.
Þrír fengu annan vinning og fær hver þeirrra 100 þúsund krónur. Allir miðarnir voru keyptir á lotto.is.