Glitský yfir Mývatnssveit

Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu.
Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Ljósmynd/Ófeigur Fanndal

Íbúar í Mývatnssveit urðu margir hverjir varir við falleg glitský á himninum í dag. Ófeigur Fanndal Birkisson var á ferðinni í morgun og festi skýin á filmu.

Voru meðfylgjandi myndir teknar skammt fyrir ofan Voga í Mývatnssveit.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar myndast glitský í heiðhvolfinu gjarnar í um 15 til 30 kílómetra hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. 

Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu eða um eða undir -70 til -90 °C.

Skýin eru úr ískristöllum sem beygja sólarljósið, mismikið eftir bylgjulengd þess.

Ljósmynd/Ófeigur Fanndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert