Lægðir munu sækja að landinu um helgina, sem umlukið er svölu lofti.
Snemma í morgun var kröpp og djúp lægð við Jan Mayen, sem veldur suðvestanátt með éljagangi sunnan- og vestantil. Lengst af helst þó úrkomulaust norðaustantil.
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Lægðin fjarlægist seinnipart dags og dregur þá jafnframt úr vindi og éljum. Í fyrramálið nálgast nýtt lægðardrag úr suðvestri, en því fylgir rigning eða slydda með köflum, snjókoma til fjalla og ögn hærri hitatölur.
Annað kvöld er lægðin komin norður fyrir land og snýst þá í vestanátt með éljum og kólnar aftur. Vestlæg átt á mánudag, él og lækkandi hitatölur.