Palestínsk stúlka fær ríkisborgararétt

Samþykkt var að 20 manns fengju ríkisborgararétt.
Samþykkt var að 20 manns fengju ríkisborgararétt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi samþykkti 17 ára stúlka frá Gaza, Asil al Masri, sem missti fjölskyldu sína í árás Ísraelshers, verði í hópi þeirra sem verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. 

Rúv greinir frá en þar var einnig fjallað um mál hennar í lok nóvember.

Asil missti fótlegg í árás Ísraelshers og var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús í Kaíró. Fram kom að hún vonaðist til þess að komast til Suleiman Al Masri, bróður síns, á Íslandi en hann hefur búið hér í nokkur ár.

Alþingi samþykkti í dag að eftirfarandi fengju ríkisborgararétt:

1. Ali Vatani, f. 1981 í Íran.
2. Amin Mohammadi, f. 2000 í Afganistan.
3. Amir Mohammadi, f. 2002 í Afganistan.
4. Asil J. Suleiman Almassri, f. 2006 í Palestínu.
5. Danielle Victoria Rodriguez, f. 1993 í Bandaríkjunum.
6. Dayan Vatani, f. 2016 í Íran.
7. Eric Seth Shapow, f. 1976 í Bandaríkjunum.
8. Fares Bokadida, f. 2003 í Túnis.
9. Homa Hesari, f. 1987 í Íran.
10. Jeta Ejupi Abdullahu, f. 1982 í Kósovó.
11. Kiarasadat Mirjafari, f. 2020 í Íran.
12. Lorik Abdullahu, f. 1980 í Kósovó.
13. Noorina Khalikyar, f. 1996 í Afganistan.
14. Omid Mohammadi, f. 2003 í Afganistan.
15. Qusay Hazim Dawood Al Diffai, f. 1983 í Írak.
16. Ruby Jorbina Dalumbar, f. 1980 á Filippseyjum.
17. Sara Sayyadi, f. 1985 í Íran.
18. Seyedkiyan Mirjafari, f. 1987 í Íran.
19. Shiva Shahriyari, f. 1991 í Íran.
20. Svitlana Ilgius, f. 1974 í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert