Staðan snúin og engar samræður átt sér stað

Að óbreyttu munu flugumferðarstjórar leggja niður störf tvívegis í næstu …
Að óbreyttu munu flugumferðarstjórar leggja niður störf tvívegis í næstu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn hefur ekki verið boðaður fundur í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og Isavia en viðræðurnar þokast ekkert áfram. Fundur átti að fara fram í gær en honum var frestað vegna pattstöðu í deilunni.

Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari í deilunni, segir í samtali við mbl.is að enn sem komið er hafi ekki neinar samræður átt sé sér stað um boðun annars fundar.

„Þetta er bara mjög snúin staða og ég ákvað að fresta fundi og ákvað einnig að boða ekki til annars fundar að svo stöddu,“ segir Aldís.

Aldís segir að hún muni hafa samband við hlutaðeigandi aðila á allra næstu dögum.

Leggja niður störf tvívegis í næstu viku ef ekkert breytist

Í vik­unni fóru fram fyrstu tvær vinnu­stöðvan­ir flug­um­ferðar­stjóra, en tak­ist ekki að ná samn­ing­um á næstu dög­um hyggj­ast flug­um­ferðar­stjór­ar einnig leggja niður störf tví­veg­is í næstu viku, 18. og 20. des­em­ber.

Fyrr í vikunni sagði Arn­ar Hjálms­son, formaður Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra, í samtali við mbl.is að hann útilokaði ekki verkfallsaðgerðir yfir jólahátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert