Hátt í 25 snjóruðningstæki voru ræst út á höfuðborgarsvæðinu snemma í morgun.
„Það eru öll tæki úti,“ segir Guðjón Reynisson hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í samtali við mbl.is og bætir við að vinnan hafi hafist klukkan hálfsex í morgun.
Guðjón segir að vel hafi gengið að moka það sem af er morgni. Þá sé vel mannað yfir helgina.
„Það er kallað út núna og á meðan það snjóar er kallað út áfram.“ Gert er ráð fyrir því að einnig verði mokað á morgun.
„Í allan vetur verðum við til taks,“ segir Guðjón.