Útkall vegna heimilisofbeldis í Breiðholti

Lögreglan sinnti útkalli vegna heimilisofbeldis.
Lögreglan sinnti útkalli vegna heimilisofbeldis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö umferðaróhöpp eru skráð í dagbók lögreglu í dag, annað í Hafnarfirði þar sem áverkar voru óverulegir, og hitt í Garðabæ þar sem engin slys urðu á fólki.

Lögreglan sinnti útkalli vegna þjófnaðar í verslun í Reykjavík og innbrots í verslun í Kópavogi.

Þá barst útkall vegna heimilisofbeldis í Breiðholtinu og annað vegna óviðkomandi aðila í heimahúsi, einnig í Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka