Atvinnuveganefnd Alþingis hefur ákveðið að fresta lokaafgreiðslu frumvarps um forgang að raforku fram í janúar.
Þetta kom fram í ræðu Þórarins Inga Péturssonar, formanns nefndarinnar, á Alþingi í gær en til stóð að afgreiða breytingar á raforkulögum sem ætlað er að tryggja raforkuöryggi til almennra notenda.
Sagði hann ákvörðunina hafa verið tekna eftir að ljóst var að innan Landsvirkjunar væri vilji til að vinna að farsælli niðurstöðu, þar sem tekið yrði mið af skyldum Landsvirkjunar til að tryggja raforkuöryggi.
Alþingi hefur verið frestað til 22. janúar en síðasta þingfundi fyrir jól lauk í gær.