Bíll valt á Háaleitisbraut

Tveir voru fluttir á sjúkrahús.
Tveir voru fluttir á sjúkrahús. Ljósmynd/Aðsend

Tveimur var bjargað út úr bíl sem valt á Háaleitisbraut síðdegis í dag, til móts við Austurver.

Ökumaðurinn og farþeginn voru báðir fluttir á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Ekki fengust upplýsingar um líðan einstaklinganna eða tildrög slyssins.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka