Ekki minnstu áhyggjur af heimsókn í lónið

Bláa lónið opnar aftur eftir að hafa verið lokað í …
Bláa lónið opnar aftur eftir að hafa verið lokað í fimm vikur vegna jarðhræringa á svæðinu. Yei frá Ástralíu var sáttur með að komast að. mbl.is/Eyþór Árnason

Ástralski ferðamaðurinn Yei var afar ánægður með að komast Bláa lónið sem nú hefur opnað að hluta. Hann naut góðs af umrótinu sem hefur verið að undanförnu og komst í Bláa lónið með dags fyrirvara.

Hann hyggst dvelja á Íslandi í þrjá daga og í framhaldinu fara til Kaupmannahafnar, London og Berlínar. 

Hann segir að hann hafi ekki haft neinar áhyggjur þrátt fyrir jarðhræringar. „En það er þó heldur kalt. Maður er ekki vanur svona kulda í Ástralíu,“ segir Yei.

Hann segir að eiginkonan hafi fylgst með öllu sem viðkemur jarðhræringum. Hann hafi treyst henni og því ekki talið sig þurfa að hafa neinar áhyggjur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka