Fáir kvarta yfir bílaskoðunum

Fargi er létt af mörgum þegar nýr miði fæst á …
Fargi er létt af mörgum þegar nýr miði fæst á bílinn. mbl.is/Ernir

Kvartanir og athugasemdir vegna bifreiðaskoðana eru mjög fáar samkvæmt svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Á miðvikudaginn ræddi blaðið við Pétur Skinner sem telur sig hafa verið í stórhættu við akstur bifreiðar sem hann festi kaup á í nóvember. Hafði bifreiðin farið athugasemdalaust í gegnum endurskoðun hjá Frumherja í júní. Pétur setti sig í samband við Frumherja vegna þessa og segir sér hafa þá verið vísað á Samgöngustofu en þar er hægt að leggja fram kvörtun með rafrænum hætti.

Pétur lét þess getið að vefurinn hefði ekki virkað en því hefur nú verið kippt í lag. Vefsvæði Samgöngustofu var nýlega flutt á Island.is og fylgdu því smávægilegir hnökrar.

Þau fyrirtæki sem framkvæma bifreiðaskoðanir á Íslandi eru fjögur. Auk Frumherja eru það Aðalskoðun, Betri skoðun og Tékkland. Fyrirtækin eru faggiltar skoðunarstofur og lúta úttektum og eftirliti faggildingarsviðs Hugverkastofu segir í svari Samgöngustofu.

„Einnig er Samgöngustofa með eftirlitsmann í að fylgjast með framkvæmd skoðana hjá skoðunarstofunum, fylgjast með villum í innsendingum skoðana og til að taka þátt í úrvinnslu kvartana og athugasemda sem berast vegna skoðana, en þær eru raunar mjög fáar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka