Styðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra

Félag hafnarverkamanna á Íslandi styður kjarabaráttu FÍF.
Félag hafnarverkamanna á Íslandi styður kjarabaráttu FÍF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fé­lag hafn­ar­verka­manna á Íslandi styður kjara­bar­áttu Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Þar seg­ir einnig að verk­falls­rétt­ur verka­fólks og vinnu­afls á Íslandi sé ekki aðeins lög­fest­ur held­ur einnig skil­yrði þess að jafn­vægi ríki á milli at­vinnu­rek­anda og launþega.

„Við for­dæm­um all­ar til­raun­ir til að minnka þann rétt eða tak­marka.“

Seg­ir enn frem­ur að hafn­ar­verka­menn lýsi yfir „ein­dregn­um stuðningi við kjara­bar­áttu og vinnu­stöðvun flug­um­ferðar­stjóra og hvetj­um önn­ur stétt­ar­fé­lög til að gera slíkt hið sama“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert