Góðar horfur eru á glitskýjum næstu daga.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu veðurvefs Bliku. Til glitskýja sást í Mývatnssveit í gær líkt og mbl.is greindi frá.
Glitský myndast í heiðhvolfinu í 20 til 30 kílómetra hæð, en aðeins þegar þar er hvað kaldast nærri vetrarsólhvörfum.
Spá á miðvikudag sýnir að skilyrðin til að sjá glitský verða til staðar að minnsta kosti fram í miðja vikuna, að því er segir í færslunni.
„Hvergi er kaldara á norðurhveli þarna uppi en einmitt yfir Íslandi og nágrenni.“