Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 14 ára stúlku.
Hún er 156 cm. á hæð, grönn, með dökkt sítt hár. Talið er að hún sé klædd í grænbláan jakka eins og á myndinni hér fyrir neðan, hvítar buxur og svarta skó.
Hún er talin vera á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar hún heldur sig mega hafa samband við lögreglu í 112. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 8420@lrh.is.
Lögregla vekur athygli á því að refsivert sé að aðstoða barn í stroki samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga um barnsrán, 193. gr. laganna.