Meintir innbrotsþjófar reyndust starfsmenn

Um misskilning var að ræða.
Um misskilning var að ræða. mbl.is/Ari

Lögreglu barst tilkynning um innbrot á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var hins vegar um misskilning að ræða, en þar voru einungis starfsmenn að þrífa staðinn.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá tilkynningu um líkamsárás og eld í innkaupakerru. Þá hafði kona fallið niður um nokkrar tröppur og var hún flutt á slysadeild.

Þá voru tveir menn handteknir fyrir þjófnað. Voru þeir fluttir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins.

Málið er skráð á lögreglustöð þrjú sem sinnir verkefnum í Breiðholti og Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka