Lægðir á Grænlandshafi beina suðvestlægum áttum til landsins, en vindur er þó mun hægari en verið hefur undanfarið.
Skúrir eða él verða víða um land í dag, en þurrt norðaustantil fram að hádegi. Hiti verður í kringum frostmark, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Vestlægari vindar á morgun, mánudag, strekkingur syðst, en mun hægari fyrir norðan. Búast má við éljum víða um land, jafnvel slyddu eða snjókomu suðaustantil snemma morguns. Kólnandi veður.
Áfram vestlæg átt og víða él á þiðjudag, en úrkomulítið eystra og talsvert frost á mestöllu landinu.