Vegagerðin er komin á fulla ferð

Stórvirkar vélar hafa verið að störfum þar síðan um miðjan …
Stórvirkar vélar hafa verið að störfum þar síðan um miðjan ágúst. Norðan Breiðholtsbrautar er unnið að því að fjarlægja jarðefni sen notað verður í fláa vegarins í Elliðaárdal. mbl.is/Árni Sæberg

Unnið er af fullum krafti við lagningu Arnarnesvegar. Vegurinn mun tengja saman byggðina í Reykjavík og Kópavogi þegar hann verður tekinn í gagnið. Mikil umsvif eru á svæðinu, fjöldi starfsmanna og stórvirkar vinnuvélar, eins og meðfylgjandi drónamyndir sýna.

Frá því að verkið hófst upp úr miðjum ágúst hefur verið unnið við breikkun Breiðholtsbrautar sunnan núverandi vegar, milli Vatnsendahvarfs og Jaðarsels, samkvæmt upplýsingum Höskuldar Tryggvasonar, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni. Laus jarðefni hafa verið fjarlægð úr vegstæði og nú er unnið við bergskeringar gegnt Urðarhvarfi.

Sunnan Breiðholtsbrautar er jarðefni fjarlægt. Það fer í nýja Vetrargarðinn …
Sunnan Breiðholtsbrautar er jarðefni fjarlægt. Það fer í nýja Vetrargarðinn sem verið er að móta. mbl.is/Árni Sæberg

Efni í nýjan Vetrargarð

Í hinu nýja vegstæði Arnarnesvegar, sunnan Breiðholtsbrautar, hafa laus óburðarhæf jarðefni verið fjarlægð. Er þetta á milli Breiðholtsbrautar og Útvarpsstöðvarvegar. Efnið hefur verið notað til fyllingar í nýjan Vetrargarð sem er í uppbyggingu austan Jafnasels, á svæðinu þar sem skíðalyftan var áður.

Í vegstæði Arnarnesvegar, norðan Breiðholtsbrautar, er einnig unnið við uppmokstur lausra óburðarhæfra jarðefna. Það efni verður notað í fláa vegarins í Elliðaárdalnum. Þá er unnið við uppsteypu landstöpuls nýrrar brúar yfir Breiðholtsbraut að norðan.

Vegna lokana á gang- og hjólastígum á framkvæmdasvæðinu í Elliðaárdal var malarstígur sem liggur nær Elliðaánum, á móts við Fella- og Hólakirkju til suðurs, malbikaður og er nú unnið við uppsetningu lýsingar við stíginn. Stígurinn er hjáleið fram hjá framkvæmdasvæðinu meðan á verki stendur.

Um er að ræða þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, um 1,9 kílómetra kafla. Framkvæmdirnar felast í nýbyggingu vegarins með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 14. desember. 

Markmiðið með framkvæmdinni er að auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma, …
Markmiðið með framkvæmdinni er að auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15 þúsund manns. Þá mun vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðarbíla, þ.e. lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs, í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert