Ætlaði að gista í Grindavík en var hótað handtöku

Grindavík hefur verið nær mannlaus síðustu nætur.
Grindavík hefur verið nær mannlaus síðustu nætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúa í Grindavík, sem hefur dvalið að næturlagi á heimili sínu þar ásamt konu sinni, var í kvöld hótað handtöku yfirgæfi hann ekki bæinn. Íbúum er einungis heimilt að dvelja í bænum til klukkan 21 á kvöldin.

Rúv greinir frá.

Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson, maðurinn sem um ræðir, hefur dvalið í húsinu sínu ásamt eiginkonu sinni síðustu nætur. Í viðtali við Rúv segir hann lögreglu iðulega hafa ekið fram hjá húsi þeirra að kvöldlagi án þess að hafa afskipti. 

Í kvöld bankaði þó lögreglan upp á og bað hann um að yfirgefa Grindavík. Hann hlýddi þó ekki samkvæmt umfjöllun Rúv. Laust fyrir klukkan ellefu kom lögreglan aftur þá með handtökuheimild. Ákváðu þá hjónin að fara úr bænum.

Hann segist þó ætla að halda málinu til streitu en hann telur enga ástæðu til að banna bæjarbúum að dvelja í húsum sínum að næturlagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka