Bakað býður upp á bakkelsi í Leifsstöð

Kaffihúsið og handverksbakaríið Bakað hefur opnað í verslunar-og veitingarými Kefllavíkurflugvallar.
Kaffihúsið og handverksbakaríið Bakað hefur opnað í verslunar-og veitingarými Kefllavíkurflugvallar. Ljósmynd/Isavia

Kaffihúsið og handverksbakaríið Bakað hefur opnað í verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar, en fyrr í sumar opnaði staðurinn á innritunarsvæðinu á fyrstu hæð flugvallarins.

Þar er meðal annars boðið upp á samlokur, pitsur, heilsusamlega safa, salöt, bakkelsi og kaffi frá Te og kaffi. 

Hugarfóstur Gústa bakara

Í tilkynningu sem Isavia sendi frá sér í dag er greint frá því að hugmyndasmiðurinn á bakvið vöruframboð kaffihússins sé Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari, en hann er meðal annars eigandi veitingastaðanna BakaBaka og stofnandi Brauðs og co. 

„Við erum mjög ánægð að geta boðið brottfararfarþegum upp á nýbakað brauðmeti og annað góðgæti á leið þeirra úr landi. Við opnuðum í innritunarsalnum fyrr á þessu ári og hafa viðtökurnar verið ótrúlega góðar,“ er haft eftir Gústa í tilkynningu Isavia. 

Koma til móts við fjölgun farþega

Að sögn Gunnhildar Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra verslana og veitinga hjá Isavia stuðlar opnun kaffihússins meðal annars að bættri upplifun og aukinni þjónustu við farþega á Keflavíkurflugvelli.  

„Farþegum á flugvellinum hefur fjölgað töluvert á síðustu mánuðum og mikilvægt er að tryggja að allir í þessum stóra hópi finni eitthvað við sitt hæfi í flugstöðinni, bæði í brottfarar- og innritunarsal,“ er haft eftir Gunnhildi í tilkynningunni. 

Vöruúrval Bakað hentar farþegum á leiðinni í flug sérstaklega vel og það er því frábært að búið sé að opna Bakað í brottfararsal. Þannig getum við bætt upplifun farþega og aukið við þjónustu á vellinum.“ 

Gústi bakari kveðst vera ánægður með þær viðtökur sem kaffihúsið …
Gústi bakari kveðst vera ánægður með þær viðtökur sem kaffihúsið hafi fengið frá því það opnaði fyrst á innritunarsvæði flugvallarins í sumar. Ljósmynd/Isavia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka