Breyta verklagi eftir alvarlegt vinnuslys

Slysið varð á þriðjudag í síðustu viku.
Slysið varð á þriðjudag í síðustu viku. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls slasaðist illa á þriðjudag í síðustu viku. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. 

Var starfsmaðurinn við vinnu í kerskála og er líðan hans eftir atvikum góð.

Alcoa hefur í kjölfarið brugðist við með breyttu verklagi og viðbótar varnarlögum að því segir í skriflegu svari Alcoa við fyrirspurn mbl.is. 

Rannsókn á atvikinu stendur yfir en hefur það verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins að því er Vera Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi Vinnueftirlitsins, staðfesti við mbl.is.

Nánari upplýsingar fengust ekki um slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka