Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls slasaðist illa á þriðjudag í síðustu viku. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Var starfsmaðurinn við vinnu í kerskála og er líðan hans eftir atvikum góð.
Alcoa hefur í kjölfarið brugðist við með breyttu verklagi og viðbótar varnarlögum að því segir í skriflegu svari Alcoa við fyrirspurn mbl.is.
Rannsókn á atvikinu stendur yfir en hefur það verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins að því er Vera Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi Vinnueftirlitsins, staðfesti við mbl.is.
Nánari upplýsingar fengust ekki um slysið.