Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði um helgina 74 nemendur frá skólanum.
Dúx skólans að þessu sinni er Snædís Hekla Svansdóttir sem útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,1 eftir aðeins tvö og hálft ár í námi. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku, ítölsku og félagsgreinum, að því er segir í tilkynningu.
Eftirfarandi útskriftarnemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum eða brautum: Urður Þórsdóttir - saga, Sara Ósk Waage - efnafræði, Anna Stella Tryggvadóttir - enska, Anna Zhu Ragnarsdóttir - félagsstörf, Díana Zobkova - sjúkraliðabraut, Mína Stencev - Ísan, María Monica og Luisa Gísladóttir - lokaverkefni sjúkraliðabrautar, Þorkell Valur Gíslason - kvikmyndagreinar, Heiðrún Líf Reynisdóttir - viðskiptagreinar, Kristín Berta Sigurðardóttir og Ragna Björg Ingólfsdóttir - heilsunuddbraut.
Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason skólameistari meðal annars um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði þau hryllilegri en orð fá lýst og kerfisbundin dráp á saklausu fólki virtust vera í gangi og þúsundir barna drepin.