„Grefur bara sína gröf sjálf með þessum ummælum“

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenska flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenska flugumferðarstjóra. Ljósmynd/Samsett

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, vill ekki tjá sig um frétt Morgunblaðsins í dag að farið sé að styttast í að lög verði sett á verkfall flugumferðarstjóra.

Þriðja lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra lauk klukkan 10 í morgun en þeir hafa boðað fjórðu vinnustöðvunina á miðvikudaginn, frá klukkan 4 að nóttu til 10 um morguninn. Arnar segir engar fleiri verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar en útilokar ekki að svo verði.

„Það er allt opið eins og staðan er núna en boltinn er hjá sáttasemjara og ég bíð bara eftir fundarboði hvenær sem það kemur,“ segir Arnar við mbl.is.

Spurður út í ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þar sem hún sagði um helgina að SA muni ekki funda með flugumferðarstjórum nema þeir hverfi frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum segir Arnar:

„Hún grefur bara sína gröf sjálf með þessum ummælum. Eins og staðan er núna þá stendur þessi verkfallsboðun á miðvikudaginn,“ segir Arnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka