Aðgerðir lögreglu við Bæjarhraun í Hafnarfirði síðdegis beindust að konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Lögregla upplýsir að eftir árangurslausar samningaviðræður hafi lögregla metið aðstæður þannig að mikil hætta væri á því að konan myndi skaða sjálfa sig. Var í kjölfarið tekin ákvörðun um að yfirbuga. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að konan hafi verið flutt á slysadeild í framhaldinu til aðhlynningar. Hyggst lögregla ekki greina nánar frá málsatvikum að svo stöddu.