Gossprungan sem opnaðist við Sundhnúkagígaröðina í kvöld er löng. Hún liggur aðallega norðan vatnaskila en virðist þó einnig teygja sig sunnan þeirra.
Hraunið rennur að mestu til norðurs núna en þessi staðsetning gæti þýtt að hraun muni einnig renna til suðurs.
Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, fagstjóra jarðvár hjá Veðurstofunni, í samtali við ríkisútvarpið rétt í þessu.