Sprungan sem opnaðist á Reykjanesskaga liggur um Sundhnúka. Teygir hún sig norður en Veðurstofa Íslands mun á næstu stundum fljúga yfir hana til að ganga úr skugga um hvernig hún liggur nákvæmlæega og hvert hraun getur runnið.
„Þetta þýðir það að í upphafi mun hraun renna í norður, í átt frá Grindvík, en þetta er það sem við þurfum að fá úr skorið,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúrvöktunar á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Hún segir mikinn kraft vera í upphafi.
Jarðskjálftahrina stóð yfir í um klukkustund áður en eldgosið hófst og segir það stuttan fyrirvara.
„Þetta er bara mjög skammur fyrirvari en auðvitað höfum við verið að sjá öll merki um að kvika var að safnast fyrir þarna. Hraðinn á þessu er auðvitað mjög óþægilegur,“ segir Kristín.