Íslendingur fannst látinn í Noregi

Rögnvaldur Þór fannst látinn í ánni Stryneelva í Jostadalsbreen þjóðgarði …
Rögnvaldur Þór fannst látinn í ánni Stryneelva í Jostadalsbreen þjóðgarði á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskur karlmaður búsettur í Noregi fannst látinn í ánni Stryneelva í Jostadalsbreen þjóðgarðinum á föstudag. 

Maðurinn hét Rögnvaldur Þór Gunnarsson og var 32 ára gamall. 

Ekki borið að með saknæmum hætti

Norski fjölmiðillinn VG hefur greint frá andláti Rögnvalds og fengið leyfi til þess að nafngreina hann í samráði við aðstandendur.

Fram kemur í umfjöllun VG að Rögnvaldur hafi fæðst á Íslandi en verið búsettur í sveitarfélaginu Stryn þegar hann lést. 

Þar segir jafnframt að lögregla telji ekki að andlát Rögnvaldar hafi borið að með saknæmum hætti, en viðbragðsaðilar höfðu leitað hans í tvo daga áður en hann fannst.

Þá hefur fjölskylda Rögnvalds lýst yfir þökkum í garð viðbragðsaðila fyrir þá aðstoð sem þeir hafi veitt undanfarna daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka