Íslenskur karlmaður búsettur í Noregi fannst látinn í ánni Stryneelva í Jostadalsbreen þjóðgarðinum á föstudag.
Maðurinn hét Rögnvaldur Þór Gunnarsson og var 32 ára gamall.
Norski fjölmiðillinn VG hefur greint frá andláti Rögnvalds og fengið leyfi til þess að nafngreina hann í samráði við aðstandendur.
Fram kemur í umfjöllun VG að Rögnvaldur hafi fæðst á Íslandi en verið búsettur í sveitarfélaginu Stryn þegar hann lést.
Þar segir jafnframt að lögregla telji ekki að andlát Rögnvaldar hafi borið að með saknæmum hætti, en viðbragðsaðilar höfðu leitað hans í tvo daga áður en hann fannst.
Þá hefur fjölskylda Rögnvalds lýst yfir þökkum í garð viðbragðsaðila fyrir þá aðstoð sem þeir hafi veitt undanfarna daga.