Jarðskjálfti 3,4 að stærð reið yfir Norðausturland skömmu eftir klukkan átta í morgun. Voru upptök hans 21 km norðaustur af Grímsey.
Skjálftans varð vart á Akureyri og Húsavík að því er fram kemur í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Nokkrir minni skjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfarið, allir undir tveimur að stærð.