Kviknaði í kertaskreytingu í Skipholti

Það kviknaði í kertaskreytingu í íbúðarhúsnæði í Skipholti.
Það kviknaði í kertaskreytingu í íbúðarhúsnæði í Skipholti. mbl.is/Eyþór

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi tvö dælubíla af stað vegna brunaútkalls í Skipholti. Um var að ræða kertaskreytingu sem kviknaði í.

Þetta staðfestir Guðjón Guðjóns­son, aðstoðar­varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Segir hann að bruninn hafi verið í íbúðarhúsnæði og að bruninn hafi verið minniháttar. Því var einum dælubíl snúið við og þurfti ekki að sinna aðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka