Lagasetning í undirbúningi

Flugvél á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farið er að stytt­ast í að lög verði sett á verk­fall flug­um­ferðar­stjóra og benda lík­ur til þess að óbreyttu að Alþingi verði kallað sam­an í þess­ari viku til að af­greiða frum­varp þess efn­is. Frum­varpið mun vera til­búið í innviðaráðuneyt­inu, að því er heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma, enda þótt Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra hafi ekki viljað staðfesta til­vist þess í sam­tali við blaðið.

„Þess­um aðilum skal vera ljóst að það er eng­inn sér­stak­ur skiln­ing­ur meðal þjóðar­inn­ar á því að það sé skyn­sam­legt að vera í verk­falli rétt fyr­ir jól í kjöl­farið á nátt­úru­ham­förum sem hafa kostað sam­fé­lagið um­tals­vert. Fólk hlýt­ur að átta sig á því að það ber ábyrgð,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

„Ég held að sam­fé­lagið standi ekki sam­an um þetta verk­fall og þess vegna aug­ljóst að þess­ir aðilar eiga að setj­ast niður og semja. Þetta er síðasti samn­ing­ur­inn í lotu sem hófst fyr­ir meira en ári og all­ir hafa hingað til samið um kjör inn­an ákveðins bils og það hlýt­ur að vera það sem menn ættu að vera að tala um,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Ekki verður gripið til þess að setja bráðabirgðalög þótt Alþingi sé farið í jóla­frí, enda er hægt að kalla þing sam­an með skömm­um fyr­ir­vara. Staða vinnu­deil­unn­ar er í sí­felldri skoðun, enda í hörðum hnút.

Skv. heim­ild­um úr röðum þing­manna er víðtæk­ur stuðning­ur inn­an þings til þess að stöðva verk­fallið með lög­um. Ágrein­ing­ur er þó sagður meðal þing­manna um það hvort setja eigi lög sem fresta verk­fall­inu fram yfir kom­andi kjara­samn­inga á al­menna markaðinum, eða hvort svipta eigi flug­um­ferðar­stjóra verk­falls­rétti, en það er þó talið ólík­legra en hitt. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert