Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að vinna að framgangi líknarmeðferðar á hjúkrunarheimili og setja viðmið um þjónustuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að vinna hópsins verður byggð á aðgerðaráætlun um líknarmeðferð til ársins 2025 sem kveður á um að líknarmeðferð skuli vera í boði fyrir allt heimilisfólk hjúkrunarheimila sem þarf á henni að halda.
Starfshópnum er sérstaklega ætlað að fjalla um fjóra þætti aðgerðaáætlunarinnar. Þeir eru:
Auk þess að fjalla um framantaldar aðgerðir er hópnum einnig falið að skoða aðra þá þætti sem geta stutt við faglega uppbyggingu líknarþjónustu á hjúkrunarheimilum.
Formaður starfshópsins er Svandís Íris Hálfdánardóttir, tilnefnd af Líknarmiðstöð Landspítala.