Með oxycontin í sælgætispokum

Oxycontin er mjög sterkt verkjalyf. Undanfarin ár hafa komið upp …
Oxycontin er mjög sterkt verkjalyf. Undanfarin ár hafa komið upp þó nokkur mál þar sem reynt er að smygla slíkum efnum inn til landsins. Af vef Narconon

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur ákært tvo fyr­ir inn­flutn­ing á 1.199 stykkj­um af oxycont­in töfl­um til lands­ins í sept­em­ber. Voru töfl­urn­ar ætlaðar til sölu­dreif­ing­ar hér á landi.

Hinir ákærðu voru stöðvaðir á Kefla­vík­ur­flug­velli og fund­ust töfl­urn­ar í tveim­ur sæl­gæt­is­pok­um í far­ang­ur­stösk­um þeirra. Fram kem­ur að hver tafla hafi verið 80 mg.

Auk þess að krefjast refs­ing­ar yfir þeim ákærðu fer sak­sókn­ari fram á greiðslu sak­ar­kostnaðar og upp­töku á töfl­un­um.

Oxycont­in er ásamt contalg­in og fent­anyl dæmi um efni sem eru ópíóðalyf, en það eru mjög sterk verkjalyf. Slík lyf hafa verið mjög um­deild síðustu tvo ára­tugi og var oxycont­in meðal ann­ars helsta ástæðan fyr­ir ópíóðafar­aldr­in­um sem hef­ur gengið yfir Banda­rík­in. Er talið að 75% af dauðsföll­um vegna ofskömmt­un­ar í Banda­ríkj­un­um sé vegna ópíóðalyfja.

Nokk­ur fjöldi mála hafa komið upp síðustu ár hér á landi vegna inn­flutn­ing á oxycont­in. Fyrr á þessu ári hlutu kona og karl 16 mánaða fang­elsi hvort fyr­ir inn­flutn­ing á 1.122 töfl­um af oxycont­in, en þau komu frá Póllandi. Var kon­an með 477 töfl­ur, en maður­inn með 645 töfl­ur. Hafði þeim verið lofað sem nem­ur 66 þúsund ís­lensk­um krón­um fyr­ir að flytja efn­in inn.

Yf­ir­lækn­ir á fíknigeðdeild Land­spít­al­ans sagði fyrr á ár­inu við mbl.is að vand­inn vegna ópíóðaneyslu hafi vaxið mánuðina á und­an.

Svipaða sögu hafði Val­gerður Rún­ars­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Vogi, að segja um mis­notk­un ópíóðalyfja í lok síðasta árs. Sagði hún mis­notk­un þeirra hjá ungu fólki nú mun al­geng­ari en áður.

Málið sem nú er ákært fyr­ir var þing­fest fyrr í mánuðinum, en aðalmeðferð þess fer fram 20. des­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert