Mögulegt að boðað verði til fundar í dag

Frá fundi Félag íslenskra flugumferðarstjóra með samninganefnd SA hjá sáttasemjara …
Frá fundi Félag íslenskra flugumferðarstjóra með samninganefnd SA hjá sáttasemjara í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hefur verið boðað til fundar í deilu flugumferðarstjóra og Isavia en þriðja lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan 4 í nótt og lýkur klukkan 10.

Á miðvikudag hafa flugumferðarstjórar boðað vinnustöðvun á sama tíma hafa samningar ekki náðst í deilunni en síðasti fundur í kjaradeilunni var á föstudaginn.

„Ég ætla að heyra í aðilum deilunnar í dag og það er aldrei að vita nema að það verði fundað í dag. Staðan er snúin og það hefur ekkert gerst síðan á föstudaginn, segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari í deilu flugumferðarstjóra og Isavia, í samtali við mbl.is.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við mbl.is um helgina að Samtök atvinnulífsins geti ekki komið til fundar við flugumferðarstjóra á þeim nótum sem í kröfum þeirra felst og SA muni ekki funda með þeim nema þeir hverfi frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka