Netverslun aldrei meiri

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kveður jólaverslun að …
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kveður jólaverslun að miklu leyti hafa færst fram í nóvember og eins hafi netverslun aldrei verið jafn stór hluti smásöluverslunar. mbl.is/Golli

„Ef maður tek­ur mið af síðustu mæl­ingu Rann­sókn­ar­set­urs­ins [Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar] sem birt­ist fyr­ir viku þá lít­ur þetta bara al­veg ágæt­lega út,“ seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, um strauma og stefn­ur í jóla­versl­un land­ans þenn­an des­em­ber­mánuðinn.

„Í stóru mynd­inni, 30.000 fet­un­um eins og maður seg­ir stund­um, er stóra breyt­ing­in sú að stærri og stærri hluti þess­ar­ar svo­kölluðu jóla­versl­un­ar fer fram í nóv­em­ber, þetta dreif­ist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og all­ir vita, þess­ir stóru alþjóðlegu viðskipta­dag­ar þar sem til­boðin eru mjög góð og fólk nýt­ir sér það í æ rík­ari mæli,“ held­ur Andrés áfram.

Snjó­hengj­an boðar stór­breytt kjör

Hann seg­ir mæl­ing­una fyr­ir nóv­em­ber, að teknu til­liti til verðbólgu, sýna ör­lítið minni veltu en í fyrra. „Það er vitað að alltaf þegar kjara­samn­ing­ar eru laus­ir og kjaraviðræður fram und­an skap­ar það alltaf ákveðna óvissu og reynsl­an seg­ir manni bara að þegar svo­leiðis er held­ur fólk frek­ar að sér hönd­um frek­ar en hitt, það hef­ur alltaf verið þannig og það virðist ekk­ert breyt­ast,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn enn frem­ur.

Þá bend­ir hann á að stór hóp­ur fólks í þjóðfé­lag­inu sjái fram á stór­breytt kjör á hús­næðislán­um sín­um, svo­kallaða snjó­hengju sem verið hef­ur nokkuð í umræðunni að und­an­förnu. „Það er fólk sem tók hús­næðislán á föst­um vöxt­um fyr­ir fimm árum og til fimm ára. Slík­ir samn­ing­ar renna út á næsta ári og slíkt skap­ar ákveðna óvissu og stór hóp­ur ungs fólks sem var í fyrstu kaup­um sér fram á gjör­breytt kjör á fast­eignalán­un­um. Það hef­ur líka áhrif, tví­mæla­laust,“ seg­ir Andrés.

Hann tek­ur fram að það sem einnig hafi verið at­hygl­is­vert við mæl­ingu Rann­sókna­set­urs­ins ný­verið hafi verið að aldrei hafi eins stór hluti af heild­ar­veltu smá­sölu verið í formi net­versl­un­ar, rétt tæp 20 pró­sent. „Það er það mesta sem við höf­um séð hingað til,“ seg­ir Andrés Magnús­son að lok­um um versl­un­ar­hætti lands­manna fyr­ir jól­in 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert