Sáu bjarma og gosið byrjaði

Þetta er á meðal mynda sem Ragnhildur náði fljótlega eftir …
Þetta er á meðal mynda sem Ragnhildur náði fljótlega eftir að gosið hófst. Ljósmynd/Ragnhildur Gunnarsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir er ein þeirra sem urðu vitni að því þegar gosið við Grindavík hófst nú á ellefta tímanum í kvöld. Í samtali við mbl.is segir Ragnhildur að hún hafi verið á leið með áhafnarrútu frá Keflavík þegar bílstjórinn tók allt í einu eftir því að það kom mikill bjarmi og benti fólki á.

„Svo sáum við þetta byrja hreinlega,“ segir Ragnheiður, en frá Reykjanesbrautinni, þar sem þau voru á ferð, sést gosið vel. Þau lögðu út í vegkanti og segir hún að fólk sé að taka myndir. „Við sjáum að sprungan er að stækka og lengjast,“ segir hún.

Fljótlega eftir að gosið hófst við Grindavík.
Fljótlega eftir að gosið hófst við Grindavík. Ljósmynd/Ragnhildur Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka