Snjókoma um tíma suðaustan til

Spákortið í hádeginu í dag.
Spákortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð er suðvestlægri átt, 3 til 10 metrum á sekúndu og dálitlum éljum en bjart verður með köflum norðaustanlands.

Líkur eru á snjókomu um tíma suðaustan til framan af morgni.

Vestan 8-15 m/s og él verða í nótt og á morgun, hvassast sunnan til, en bjart með köflum eystra. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld.

Frost verður víða 0 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka