Starfsmenn öruggir og virkjunin starfar

Frá eldgosinu nú í kvöld.
Frá eldgosinu nú í kvöld. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Allir starfsmenn HS Orku eru öryggir og gengur framleiðsla virkjunarinnar í Svartsengi vel. Þetta staðfestir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.

Enginn starfsmaður HS Orku var í virkjuninni í Svartsengi þegar eldgosið hófst á ellefta tímanum í kvöld. Hafa starfsmenn virkjunarinnar verið á öðrum starfsstöðvum frá 4. nóvember.

Að sögn Tómasar hafa mælar ekki sýnt breytingar á þrýstingi í borholum og eru vatnsgæði jafnframt í lagi.

„Þetta er réttu megin við varnargarðana fyrir okkur,“ bætir hann við.

Hann segir HS Orku fylgjast vel með framvindunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert