„Svo að fólk komist heim til sín um jólin“

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Samsett mynd/Aðsend/Árni Sæberg

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir engar formlegar umræður hafa farið fram á Alþingi um að lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra.

„Það hafa engar formlegar umræður farið fram um þetta, en þetta hefur náttúrulega verið rætt óformlega,“ segir Ingibjörg í samtali við mbl.is. 

Veit ekki hvort þing verði kallað saman

Aðspurð kveðst hún ekki geta sagt til um hvort þing verði kallað saman í jólafríinu til að afgreiða frumvarp þess efnis. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að heimildir blaðsins hermdu að frumvarp væri í bígerð í innviðaráðuneyti Sigurðs Inga Jóhannessonar.

Spurð hvort sameining ríki um málið þvert á flokkana kveðst hún ekki geta talað fyrir aðra en sig, en að vissulega óski þess flestir að úr málinu verði leyst sem allra fyrst með aðstoð ríkissáttarsemjara. 

„Svo að fólk komist heim til sín um jólin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka