Talsverð hálka á götum borgarinnar

Snjóruðningstæki á ferðinni.
Snjóruðningstæki á ferðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Öll snjóruðnings­tæki eru á ferðinni í höfuðborginni en vinna við að moka götur borgarinnar hófst á fimmta tímanum í nótt.

„Menn eru á fullu að reyna að halda götunum greiðum. Það er engin ófærð en það talsvert mikil hálka á götunum og öll okkar tæki eru á ferðinni,“ segir Anton Freyr Magnússon, eftirlitsmaður hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Í dag er spáð suðvestlægi átt, 3 til 10 metrum á sekúndu og dálitlum éljum en bjart verður með köflum norðaustanlands. Líkur eru á snjókomu um tíma suðaustan til framan af morgni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka