Umsáturseinelti staðfest

Maðurinn var dæmdur fyrir að beita konuna umsáturseinelti, en hann …
Maðurinn var dæmdur fyrir að beita konuna umsáturseinelti, en hann hótaði henni ítrekað og setti sig í samband við hana bæði með tölvupóstum og skilaboðum, líka eftir að hafa gert sátt um að hætta að hafa samband við hana. AFP/Jonathan Nackstrand

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest tveggja mánaða skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm yfir karl­manni fyr­ir umsát­ur­seinelti gagn­vart fyrr­ver­andi vinnu­fé­laga sín­um. Var maður­inn fund­inn sek­ur um að hafa end­ur­tekið hótað og sett sig í sam­band við kon­una, gegn vilja henn­ar, bæði með tölvu­póst­um og skila­boðum í gegn­um vef­inn bland.is.

Áður en til ákæru kom hafði maður­inn geng­ist und­ir sátta­leið og lofað að hafa ekki sam­band við kon­una. Þrátt fyr­ir það lét hann ekki segj­ast og hélt áfram að hafa sam­band við kon­una og var þá ákveðið að hann skyldi sæta nálg­un­ar­banni og síðar að hann yrði ákærður.

Maður­inn hafði einnig verið ákærður í héraðsdómi fyr­ir að fylgj­ast með kon­unni fyr­ir utan heim­ili henn­ar, en hafði verið sýknaður af þeim hluta ákær­unn­ar og stóð orð á móti orði vegna skorts á rann­sókn lög­regl­unn­ar. Fór sak­sókn­ari ekki fram á að fá þeirri niður­stöðu breytt fyr­ir Lands­rétti.

„Hélt ákærði því margít­rekað fram við [kon­una] að hún [hefði] svikið sig um kyn­líf og að hún ætti því m.a. að hafa vit á að vera ann­ars staðar en hann það sem eft­ir er, að hún væri ómerki­leg, að hún væri lyg­in, að hún væri hepp­in að hann væri bara reiður, að hún ætti eft­ir að sjá eft­ir því alla ævi að hafa svikið hann en einnig reyndi ákærði að fá [kon­una] til að bæta fyr­ir það sem hann hélt fram að væru svik,“ sagði í ákæru máls­ins.

Ítrekað beðinn um að láta hana í friði

Tekið er fram í dómi héraðsdóms að kon­an hafi greint frá því að hún og karl­maður­inn hefðu hafið vin­skap í kring­um ára­mót­in 2018-2019, sem hefðu þró­ast út í ein­hvers kon­ar daður. Þau hafi átt sam­eig­in­leg­an vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað.

„Brotaþoli kvað sér hafa fund­ist þetta óþægi­legt, sér­stak­lega eft­ir að hún hafi kom­ist að því að ákærði ætti konu og börn, og hætt sam­skipt­um við ákærða í apríl 2020. Ári síðar hafi ákærði haft sam­band við hana í gegn­um Bland en einnig áreitt brotaþola með tölvu­póst­um og meðal ann­ars rukkað hana um kyn­líf, sem ákærði taldi brotaþola skulda sér.

Brotaþoli kvaðst ít­rekað hafa beðið ákærða um að láta sig í friði, án ár­ang­urs. Brotaþoli samþykkti að beitt yrði væg­ara úrræði en nálg­un­ar­banni gagn­vart ákærða, svo­kallaðri Sel­foss­leið, en þá skrif­ar meint­ur sak­born­ing­ur und­ir yf­ir­lýs­ingu um að hafa ekk­ert sam­band við brotaþola í allt að 12 mánuði frá und­ir­rit­un,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Fram kem­ur að maður­inn játaði, þann 30. sept­em­ber í fyrra, að hafa sent kon­unni skila­boðin sem lágu fyr­ir í mál­inu með tölvu­póst­um og í gegn­um Bland, þar sem hann meðal ann­ars rukkaði hana um kyn­líf sem hann taldi hana hafa lofað sér.

„Kvað hann ástæðu skila­boðanna eft­ir ár án sam­skipta vera þá að hann hafi séð brotaþola í versl­un í [...] og snög­greiðst,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

„Ákærði skrifaði und­ir yf­ir­lýs­ingu um að koma ekki á eða vera við heim­ili brotaþola og jafn­framt að veita henni ekki eft­ir­för, heim­sækja eða vera með öðru móti í sam­bandi við hana, svo sem með sím­töl­um, tölvu­pósti eða öðrum hætti í 12 mánuði frá und­ir­rit­un. Ákærði kvaðst aldrei ætla að hafa sam­skipti við brotaþola fram­ar og að hún þyrfti ekki að ótt­ast hann.“

Hélt samt áfram

Því næst kem­ur fram í dóm­in­um að lögmaður kon­unn­ar hafi sent lög­reglu tölvu­póst þann 11. októ­ber í fyrra og greint frá því að maður­inn hefði sent henni tölvu­póst dag­inn áður, þar sem hann hefði boðið henni greiðslu gegn því að hún félli frá kæru. Óskaði lögmaður­inn þá eft­ir nálg­un­ar­banni gagn­vart mann­in­um.

Tek­in var skýrsla af hon­um degi síðar og hon­um birt ákvörðun lög­reglu­stjóra um nálg­un­ar­bann, auk þess sem tölvu­póst­ur­inn var bor­inn und­ir hann. „Hann kvaðst hafa hugsað með sér að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt og sent skila­boðin. Ákærði samþykkti ákvörðun lög­reglu­stjóra um nálg­un­ar­bann,“ seg­ir í dóm­in­um.

Kvaðst maður­inn fyr­ir dómi hafa fengið „þá snilld­ar­hug­mynd að senda henni eitt­hvert leiðinda­skeyti“.

Gefið í skyn að eitt­hvað geti hent kon­una

Í niður­stöðukafla héraðsdóms seg­ir að af máls­gögn­um og því sem fram hafi komið við aðalmeðferð máls­ins megi ráða „að ákærði og brotaþoli hafi verið í mikl­um sam­skipt­um á ár­un­um 2019 og 2020 þar sem kyn­líf hafi verið rætt en ekki orðið af því og brotaþoli hafi endað þau sam­skipti“.

Seg­ir enn frem­ur í dóm­in­um:

„Í tvenn­um skila­boðum ákærða er gefið í skyn að eitt­hvað geti hent brotaþola verði hún á vegi ákærða, en upp­lif­un brotaþola var að þau skila­boð hefðu verið einna verst. Er þar um að ræða skila­boð í gegn­um bland.is þann 4. apríl 2021 þar sem seg­ir m.a.: „Er best fyr­ir þig að hafa vit á því að vera ein­hvers staðar allt ann­ars staðar en ég er það sem eft­ir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aft­ur.“ Skila­boð ákærða 6. apríl 2021 voru sama marki brennd en þar seg­ir m.a.: „Mundu bara það sem ég sagði þér, ef ég þarf ekki að sjá þig þá færðu frið fyr­ir mér, það stend­ur!“

Nýtt ákvæði í hegn­ing­ar­lög­um

Þegar ákær­an var gef­in út var aðeins ár liðið frá því sú laga­grein tók gildi sem brot manns­ins voru tal­in varða við, þ.e. 232. gr. a. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Í henni seg­ir eft­ir­far­andi:

„Hver sem end­ur­tekið hót­ar, elt­ir, fylg­ist með, set­ur sig í sam­band við eða með öðrum sam­bæri­leg­um hætti sit­ur um ann­an mann og hátt­sem­in er til þess fall­in að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 4 árum.“

Í dómi héraðsdóms er bent á að ákvæðinu sé ætlað að verja ein­stak­linga gegn því að þurfa að þola end­ur­tekið að ann­ar ein­stak­ling­ur hafi sam­band í óþökk viðtak­anda með sví­v­irðing­um eins og í þessu til­viki.

Í Lands­rétti er einnig tekið á þessu og farið yfir að umsát­ur­seinelti eigi við svipað at­hæfi og þekk­ist á ensku sem stalk­ing. Bent er á að heiti ákvæðis­ins þyki nokkuð lýs­andi fyr­ir verknaðinn að „sitja um“ mann­eskju í óþökk henn­ar og valda þannig hræðslu og kvíða. Geti „umsátrið“ gengið svo langt að mann­eskja sem það bein­ist að upp­lifi ógn og skelf­ingu sem skerði lífs­gæði henn­ar.

Þá bend­ir Lands­rétt­ur á að hægt sé að halda uppi ólík­um aðferðum sem seint verði tæm­andi tald­ar þegar komi að umsát­ur­seinelti. Í lög­un­um séu al­geng­ustu aðferðirn­ar tald­ar upp, en einnig tekið fram að það geti verið „með sam­bæri­leg­um hætti“. Það eigi að tryggja að aðferðir sem beitt er heyri einnig und­ir ákvæðið.

Tel­ur Lands­rétt­ur út frá gögn­um máls­ins sannað að maður­inn hafi brotið á kon­unni þannig að það varði við þetta ákvæði er og hann sem fyrr seg­ir dæmd­ur í tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða henni 600 þúsund krón­ur, líkt og í héraði. Þá er hon­um gert að greiða áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert