Mikill viðbúnaður er í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumenn eru á vettvangi.
Lögreglan er fyrir utan búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið synjun um vernd. Aðgerðin stendur enn yfir.
Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært klukkan 17.23
Aðgerðum lauk rétt fyrir klukkan 17.