Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 14. Húsnæðismál Grindvíkinga og hættumat Veðurstofu Íslands er meðal þess sem verður fjallað um, að því er segir í tilkynningu.
Fundurinn verður haldinn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð en verður einnig streymt hér á mbl.is.
Verður fundurinn túlkaður á pólsku og einnig verður táknmálstúlkur.