Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, bregst skemmtilega við þeim tíðindum að flugumferðarstjórar hafi ákveðið að aflýsa verkfalli vegna eldgossins.
„Við hjá Icelandair höfum lent í ýmsu síðustu misserin og ekkert kemur okkur úr jafnvægi. Jólagjöfin frá flugumferðarstjórum er samt eitthvað sem við áttum alls ekki von á,“ skrifar Bogi Nils í færslu á Facebook.
Fjórða vinnustöðvun flugumferðarstjóra átti að hefjast klukkan 4 að nóttu á miðvikudag og standa til 10 um morguninn.