Bjarni vill Svanhildi sem sendiherra

Bjarni hefur lagt til að Svanhildur verði næsti sendiherra Íslands …
Bjarni hefur lagt til að Svanhildur verði næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. mbl.us/Unnur Karen

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Greint er frá þessu á vef Vísis og þetta staðfestir Svanhildur einnig í samtali við mbl.is.

Svanhildur hefur verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í um þrjú ár, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ásamt því að starfa í forsætisráðuneytinu á árunum 2013-2020. 

Svanhildur er menntaður lögfræðingur og hefur einnig lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði sem fjölmiðlakona um árabil og vann meðal annars sem umsjónarmaður Kastljóss og Íslands í dag á sínum tíma. 

Skipun Bjarna á Svanhildi er á meðal fyrstu verka hans í embætti utanríkisráðherra, en hann tók við embættinu um miðjan október þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir höfðu stólaskipti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert